Laugardagur aftur. Ég er að sjá mynstur úr þessu.
Jæja, laugardagur á ný og nokkuð búið að gerast. Matthías greyjið datt á ennið hér á mölinni fyrir framan húsið sem ég bý. Hann fékk vænan skurð á ennið og ég þorði ekki öðru en að fara með piltinn á bráðavaktina. Þar var bið lengri en eftir Trabant í gamla Sovét. Eftir þó nokkurn tíma fór pilti að leiðast biðin. Hann fór að taka upp úr hrekkjabragðatöskunni sinni. Hann hljóp um allt, reif af sér sárabindið sem hann var með og ég veit ekki hvað og hvað. Undir þessu hljómuðu hinar ýmsu aríur úr raddböndum hans. Nú leist starfsmönnum bráðamóttökunnar ekki á blikuna og sáu fram á að piltur myndi slá met Wagners í óperuflutningi. Tenórinn litli var því tekinn framfyrir aðra og gert að sárum hans. Sárið reyndist um hálfur sentimetri og var límt saman. Það var ansi magnað og ég hef ekki séð svoleiðis gert áður.
Matthias er sem sagt límdur bókstaflega og nú við sjónvarpið. Ef hann hefði ekki sett leikþáttinn upp þá værum við þarna enn. Ég er nokkuð viss að íbúar Odense geti vel tekið þátt í Ólympíuleikunum í bið og stefnt á gullið.
Í dag fengum við okkur göngutúr og inn í skóg að tjörn hérna rétt hjá. Þar settum við teppi á grasið og borðuðum nestið okkar. Fórum svo og náðum í playstation tölvuna til Sólrúnar og komum hingað fengum okkur að borða og erum að horfa á video.
Jæja, ég ætla að vaska upp og glápa svo aðeins áður en ég fer í að sannfæra þann stysta að bíbí sé farinn að lúlla og þar með hann.
kveðja,
Arnar Thor
Matthias er sem sagt límdur bókstaflega og nú við sjónvarpið. Ef hann hefði ekki sett leikþáttinn upp þá værum við þarna enn. Ég er nokkuð viss að íbúar Odense geti vel tekið þátt í Ólympíuleikunum í bið og stefnt á gullið.
Í dag fengum við okkur göngutúr og inn í skóg að tjörn hérna rétt hjá. Þar settum við teppi á grasið og borðuðum nestið okkar. Fórum svo og náðum í playstation tölvuna til Sólrúnar og komum hingað fengum okkur að borða og erum að horfa á video.
Jæja, ég ætla að vaska upp og glápa svo aðeins áður en ég fer í að sannfæra þann stysta að bíbí sé farinn að lúlla og þar með hann.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli